Þar kom að því að hlaupafárið sem grasserað hefur hér á landi síðustu misserin gripi mig heljartökum. Ég hef ákveðið að hlaupa maraþonhlaup.
Mér sýnist að skynsamleg lengd á þessu hlaupi mínu verði úr Norðurmýrinni meðfram Öskjuhlíð, niður í Nauthólsvík og til baka.
Innblásturinn er fenginn frá fólkinu sem ætlar að ganga Keflavíkurgöngu um helgina… milli Vogaafleggjarans og Kúagerðis!