Adda

Það er farið að gefa út Öddubækurnar aftur, samkvæmt fréttum. Mamma átti þessar bækur og ég las þær flestallar. Sumar þeirra fyrstu voru bara fínar. Veit samt ekki alveg hvort þær munu virka fyrir nútímakrakka.

En ef nýja forlagið hans Jakobs F. vogar sér að gefa út læknablætishryllingin sem kom út síðast í seríunni, er mér að mæta. Skítt með það þótt Tíu litlir negrastrákar hafi verið endurútgefnir – en það hlýtur að brjóta gegn einhverjum lögum (eða í það minnsta almennu velsæmi) að prenta Adda trúlofast á nýjan leik.