Á dögunum var nokkuð fjallað um það í fréttum að breskur ráðherra hefði sett af vísindaráðgjafa á sviði vímuefnamála fyrir að hafa „rangar“ skoðanir á kannabis. Þetta hefur leitt af sér nokkrar umræður um samspil sérfræðinga og stjórnmála.
Eins og vænta mátti, fundu montrassarnir og kampavínssósíalistarnir á Spiked skynsamlegasta flötinn á umræðunni. Það er eiginlega óþægilegt hvað maður er nánast alltaf sammála Spiked.
Brendan O´Neill, sem er hlynntur því að kannabisnotkun sé heimiluð, tekur merkilegt nokk afstöðu með ráðherranum í málinu og færir fyrir því góð rök.