Lán í óláni (b)

Gærdagurinn var ömurlegur í enska boltanum. Luton tók á móti Rochdale í fyrstu umferð aðalkeppni bikarsins. Við lékum eins og hugur manns í fyrri hálfleik og náðum 3:0 forystu. Það er harlagott gegn liði sem er einni deild ofar og við toppinn þar.

Í seinni hálfleik hrundi allt og Rochdale jafnaði. Restina af deginum var ég moldfúll og íhugaði að hætta að fylgjast með fótbolta.

Síðdegis í dag kom í ljós að jafnteflið var blessun í dulargervi. Seinni leikurinn verður nefnilega sýndur beint á ITV. Þar með fær félagið meira fé í kassann en ella og ég fæ að sjá Luton á miðvikudaginn! Þetta verða jólin, sautjándi júní og afmælið mitt – allt í einum pakka.