Félagsmálaráðherra útskýrir í sjónvarpi að það sé brýnt að lækka atvinnuleysisbætur allra yngsta hópsins – enda sé mikilvægast að koma átvinnulausu ungmennunum í nám.
Gott og vel.
En á sama tíma heyrir maður af því að flata fimm prósent niðurskurðinum í framhaldsskólunum verði hjá mörgum skólum einkum náð með því að skera fjarnámið við trog. Og það er jú ekki hvað síst slíkar námsleiðir sem félagsmálaráðuneytið vill koma atvinnulausu krökkunum í.
Það er margt öfugsnúið í niðurskurði…