Irn-Bru

Skotland er eitt fárra vestrænna samfélaga þar sem Kóka kóla er ekki vinsælasti gosdrykkurinn. Þess í stað drekka flestir Irn-Bru, sem er appelsínudrykkur – nánast eins og vont Egils appelsín.

Saga drykksins er sú að hann var í fyrstu seldur undir heitinu Iron Brew. Þá kom í ljós að einhverjir útlendingar höfðu skrásett það vörumerki.

Skotarnir dóu ekki ráðalausir. Þeir breyttu nafninu í Irn-Bru… sem var klárlega nýtt og óskrásett vörumerki – en sagt með skoskum framburði þá hljómaði það nákvæmlega eins og gamla nafnið. Sneddý.

+ + +

Núna heitir viðskiptabankinn minn ekki lengur Kaupþing heldur Airon Bank – sem verður að sjálfsögðu Æron bank með íslenskum framburði.

Járnbankinn lætur til sín taka!