Fór inn á skattframtalið á vef Ríkisskattstjóra til að meta hversu tímafrek framtalsvinnan verður í ár. Sýndist þetta liggja frekar ljóst fyrir allt saman.
Skoðaði eina undirsíðuna sem ætluð var fyrir einstaklinga sem vinna eitthvað smotterí sem verktakar (upp að 500 þús.kalli). Viðkomandi eru beðnir um að tiltaka hvers eðlis verktakavinna þeirra sé og geta valið úr mikilli starfasúpu.
Þegar ég skrollaði í gegnum romsuna rak ég augunn í áhugaverðan valkost: Rekstur seðlabanka.
Ætli það sé algengt að einstaklingar séu Seðlabankastjórar í hlutastarfi á verktakalaunum? Er þetta kannski fyrsta skrefið í einkavæðingu Seðlabankans – það myndi a.m.k. kæta Vef-Þjóðviljann…