When Saturday Comes er eitt allra skemmtilegasta enska fótboltablaðið. Ég skoða vefinn þeirra amk einu sinni í viku.
Meðal fastra efnisflokka er „Merkið“ – þar sem fjallað er um skrítin og skemmtileg merki knattspyrnufélaga. Að þessu sinni er íslenskt merki tekið til umfjöllunar, merki Grindavíkur.
Það kemur þó ekki til af góðu. Raunar gerir blaðamaðurinn stólpagrín og telur þetta andlausasta og fúlasta merki sem sögur fara af: And this one takes the absolute biscuit. For a historic fishing town surrounded by lava fields and home to the famous Blue Lagoon volcanic spa and Icelandic Salt Fish Museum, this badge is a ringing mockery. The letter G, somewhat enlarged, is apparently all the designers could come up with.
Það er eiginlega ekki hægt annað en að taka undir þetta…