Heyrði skemmtilega pólitíska samsæriskenningu í dag um það hvers vegna skýrsla rannsóknarnefndarinnar hafi dregist svo mjög.
Samkvæmt henni er skýringin einföld: Icesave. Stjórnvöld hafi einfaldlega lagt allt kapp á að ná samningum við Breta og Hollendinga áður en skýrslan kæmi út.
Ástæðan? Jú, menn sjái fram á að viðsemjendurnir muni líka kynna sér skýrsluna og þegar þar verði ljóstrað upp um vanhæfni og mistök íslenskra stjórnvalda muni samningsstaða okkar versna til mikilla muna.
Alltaf gaman að velta fyrir sér samsæriskenningum…