Bloggfærslan um horfnu segulkúlurnar skilaði óvæntum árangri.
Dyggur lesandi síðunnar kannaðist við mann sem hafði mætt í samkvæmi á Minjasafninu. Sá gekkst við því að hafa gripið með sér kúlurnar í ölæði og var með samviskubit.
Kúlurnar eru nú komnar aftur á sinn stað. Mikill er máttur internetsins.