Albert í djeilið?

Lenti í því skemmtiverkefni í kvöld að lesa almenn hegningarlög. Þar kennir margra grasa. í grein 93. segir: „Stuðli maður að því, að njósnir fyrir erlent ríki eða erlenda stjórnmálaflokka beinist að einhverju innan íslenska ríkisins eða geti beint eða óbeint farið þar fram, þá varðar það fangelsi allt að 5 árum.“

Nú rifjast upp leyniskýrsla bandaríska sendiráðsins með palladómum um íslenska ráðamenn. Samkvæmt henni eru þrír aðalspaðar í íslenskri pólitík: Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson og Albert Jónsson (sic!). Af þessum hópi þykir Albert flottastur.

Illar tungur segja að þennan pistil hefði enginn getað samið nema Albert sjálfur eða mamma hans.

Það er því spurning hvort við séum að tala um Albert á Kvíabryggju á grunni 93.greinarinnar?