Spádómur fyrir talninguna

Spái því að í kvöld muni Besti flokkurinn fá í það  manni meira – jafnvel tveimr – í fyrstu tölum en þegar öll atkvæði hafa verið talin.

Rökin eru þessi: ég reikna með að í fyrstu tölum verði bara óbreyttir seðlar. Að þessu sinni verður hins vegar strikað út sem aldrei fyrr.

Innan Framsókn og VG eru ennmargir sem eru ekki búnir að sætta sig við úrslit oddvitavalsins. Hjá íhaldinu er augljóslega full ástæða til útstrikana og hjá krötunum verða útstrikanir í heiðurssætinu. Ég hef hins vegar ekki heyrt af neinum sérstökum útstrikunum varðandi BF.

Samkvæmt þessu ættu tölurnar að geta breyst allnokkuð þegar líður á nóttina.