Norður-Kóreumenn eru þegar farnir að troða illsakir við FIFA, ef marka má þessa frétt. Samkvæmt henni hefur N.Kórea verið stöðvuð í að skrá framherja sem markvörð og komast þannig framhjá reglum um leikmannafjölda í hópi.
En ég skil samt ekki á hvaða forsendum þeim er bannað þetta. Hvað er það í knattspyrnureglunum sem bannar að leikmenn séu fjölhæfir?
Ef Framarar kysu að nota Hannes Þór Halldórsson sem markvörð á heimaleikjum en bakvörð á útivelli, þá get ég ekki séð að það sé bannað. Markvörður liðs er einfaldlega sá sem er settur í markvarðartreyjuna hverju sinni…
Enn einu sinni ætla illu kapítalistarnir að klekkja á N.Kóreu!