Ég hef oft verið viðmælandi í útvarpi. Hins vegar hef ég aldrei séð um dagskrárgerð í þessum skemmtilega miðli. Á því verður nú breyting.
Meðan á HM í fótbolta stendur, mun Rás 1 útvarpa fjórum þáttum um knattspyrnuíþróttina frá ýmsum sjónarhornum. Ég og Halla Gunnarsdóttir sjáum um dagskrárgerð. Fyrsti þátturinn fer í loftið kl. 13 á föstudaginn – og lýkur um það leyti sem flautað verður til opnunarleiks HM.
Ekki missa af Hraustum sveinum og horskum meyjum á Rás 1. (Endurtekið á sunnudögum kl. 20:30, strax á eftir lokaleikjum dagsins.)