HM-ið mitt

Jæja, HM á morgun. Ætli ég muni blogga um annað næsta mánuðinn? Vonandi ekki…

Bara svo því sé skilmerkilega til haga haldið, þá er Uruguay mitt lið. Það er talsvert síðan ég ákvað að veðja á þá og í fyrstu var ég ekki bjartsýnn á árangur. Trú mín hefur hins vegar aukist verulega á síðustu dögum og núna yrði ég ekki hissa þótt Uruguay yrði spútniklið keppninnar.

Hér er svo spádómur fyrir keppnina almennt.

Mig grunar að þetta verði keppni vesturálfu. Evrópa mun verða fyrir vonbrigðum. Afríka mun standa sig betur en nokkru sinni fyrr, en samt ekki ná að standa undir væntingum. Asíu- og Eyjaálfuliðin munu ekki gera neinar rósir – en Ameríkurnar tvær ná sér á strik.

Bandaríkin, Mexíkó, Uruguay, Paraguay og Chile eru allt lið sem eru vanmetin. Allir vita að Brasilíumenn verða sterkir, sem og Argentína ef sjálfseyðingarhvötin nær ekki tökum á þeim. Meira að segja litla Hondúras leynir á sér.

Og þar hafiði það.