Váleg tíðindi

Ljótar fréttir berast nú úr Ölvisholti. Ölvisholtsmenn eru snillingar þegar kemur að því að brugga bjór, þótt mögulega sé viðskiptavitið eitthvað minna. En hver vill líka að listamenn séu aurasálir?

Hvað svo sem gerist, má þetta brugghús ekki deyja. Það er augljóslega borgaraleg skylda að fara í ríkið á eftir og kaupa smá Skjálfta og Freyju… og kannski eins og 1-2 Móra. Og jafnvel líka Lava – maður drekkur hann alltof sjaldan.

Komasvo!