Bókin komin á netið

1. maí í fyrra var formlegur útgáfudagur Frambókarinnar. Það er hundrað ára saga Knattspyrnufélagsins Fram sem ég unnið að um alllangt skeið. Þetta er mikið rit – 400 blaðsíður og eitthvað um tvöfalt fleiri myndir. Verkið hefur selst þokkalega, þrátt fyrir að salan hafi nær eingöngu verið bundin við Framheimilið í Safamýri og félagsaðstöðuna í Grafarholti.

Palli Hilmars tók að sér umbrot verksins á sínum tíma. Hann hefur nú komið bókinni á netið, þar sem hver sem er getur lesið um sögu félagsins. Við fengum að sjálfsögðu grænt ljós á þessa birtingu frá Knattspyrnufélaginu Fram, enda álítum við að þótt bókin sé ókeypis á netinu muni það ekki hafa áhrif á söluna á henni. Þeir sem vilja á annað borð eiga bækur munu ekki láta sér nægja að blaða í þeim á tölvuskjá.

Kynnið ykkur því endilega Frambókina á þessari síðu – og kaupið svo eintak hjá Frömurunum ef ykkur líst vel á gripinn.