Skagastúlka?

Skaust í­ vinnuna í­ dag, þrátt fyrir feðraorlofið. ístæðan var sú að starfsmannafélag Fjölbrautaskólans á Akranesi var í­ heimsókn og Óli móðurbróðir spurði hvort ég væri ekki til í­ að lí­ta á hópinn. Það var auðsótt mál.

Undir lok stórskemmtilegrar heimsóknar bað Hörður Helgason, gamli knattspyrnuþjálfarinn, um orðið – þakkaði mér fyrir að mæta og sagðist gera sér grein fyrir því­ að sem starfsmaður í­ orlofi gæti ég ekki skrifað neina aukatí­ma vegna útkallsins. Þess í­ stað færðu Skagamenn mér kennslubók í­ uppeldisfræði og Ólí­nu færðu þeir Skagabúning í­ stærðinni „medium“. Hún mun passa í­ hann uppúr 2020. Vonandi verða retró-í­þróttatreyjur í­ tí­sku þá…

# # # # # # # # # # # # #

Sá Skagamennina leika gegn Völsurum um kvöldið – eða öllu heldur seinni hálfleikinn.

Valsarar voru fí­nir, en Skagaliðið með slakasta móti. Fullt af Völsurum á vellinum lí­ka, en sárafáir gulklæddir og heyrðist lí­tið í­ þeim. Stuðningsmenn Skagans hafa aldrei kunnað að taka mótlæti.