Bitið í tunguna

Það sem af er degi hef ég tvisvar sinnum verið langt kominn með bloggfærslur sem ég eyddi sí­ðan. Innihaldið var almennt orðaður pirringur út í­ fólk sem er bara að reyna að sinna starfinu sí­nu og talar fyrir því­ sem það trúir á.

Þegar maður er þreyttur og lúinn, þá getur verið freistandi að hella úr skálum reiði sinnar á bloggsí­ðunni sinni – en er maður nokkurs bættari?

Sennilega ætti ég oftar að hafa það í­ huga að bí­ta á jaxlinn áður en ég set eitthvað á þessa sí­ðu í­ pirringi.