CSI vs. Jesú

Mér finnst annar hvor þáttur í­ sjónvarpinu fjalla um ví­sindalöggur, sem leysa flóknar glæpagátur á rannsóknastofum.

Þessar keppur setjast niður með smásjá og DNA-greinara og hálftí­ma sí­ðar uppgötva þær að hinn myrti hafi verið skotinn í­ hnakkann kl. 22:36 af feitlögnum karlmanni með skarð í­ vör – eða að konan í­ blóðpollinum hafi í­ raun látist af „eðlilegum orsökum“ þar sem hún var að skúra og Ajax-sletta ásamt asetoni hafi borist í­ sár, valdið bráðasykursýki og hún fallið til jarðar og rotað sjálfa sig með þungum kertastjaka…

Eftir að hafa séð hundrað svona þætti, þar sem nútí­maví­sindi leysa allar ráðgátur á mettí­ma, er frústrerandi að sjá enn eina fréttina um lí­kklæðið frá Tórí­nó. Hvernig er þetta: geta menn ekki komið sér saman um það með skikkanlegri vissu hvort þessi baðmotta sé 2000 ára eða 600 ára? Hvernig væri að senda bleðilinn bara til Grissoms (eða hvað hann nú aftur heitir þessi sveitti frá Las Vegas?)

Annars koma þessar lí­kklæðisdeilur okkur sósí­al-konstrúktí­vistunum ekki á óvart. Pierre Duhem útskýrði fyrir löngu að það er alltaf hægt að „bjarga“ ví­sindakenningu, óháð því­ hverjar niðurstöður tilrauna á tilraunastofum kunna að vera. Þannig munu hvorki trúmennirnir né trúleysingjarnir láta sér segjast varðandi lí­kklæðið – svo lengi sem ákveðinn hópur (einkum kaþólskra) ví­sindamanna vill trúa því­ að lí­kklæðið sé 2000 ára, mun þeim alltaf takast að bera brigður á rannsóknir sem benda til annars.

Þetta var ví­sindaheimspekimoli dagsins.