Stórtíðindi í bloggheimum

Sem fyrrverandi besta og frægasta bloggara Íslands og jafnvel Norðurlanda, hefur mér sviðið að enginn skuli hafa fengist til að taka við merkinu. Fátt er lúseralegra en að lenda í­ að gamla djobbið manns sé lagt niður og enginn ráðinn í­ staðinn.

Loksins hefur það gerst að í­slenska bloggsamfélagið hefur eignast nýjan „besta og frægasta bloggara„. Frá þessu var gengið í­ dag.

Þar með get ég með enn betri samvisku en áður titlað mig sem fyrrum besta og frægasta bloggarann. Ég er orðinn Vigga Finnboga í­slenska bloggsamfélagsins.