Guði sér lof fyrir gormadýnur

Guði sér lof fyrir gormadýnur

Fokk, ég er greinilega ekki lengur átján ára. Tvær nætur í­ röð á örþunnum dýnuskjatta með grjóthart Snæfellsnesið að bora sér leið upp í­ mjóhrygginn á mér er einfaldlega of mikið, a.m.k. kom ég örþreyttur úr annars fí­nni útilegu. Reyndar er ég ekki viss um að þetta hafi bara með það að gera að maður sé orðinn miðaldra, því­ nágrannar okkar í­ næsta tjaldi á Grundarfirði hafa varla verið nema svona 15 ára, en skulfu þó eins og hrí­slur og voru almennt grátt leiknir. Þessir pjakkar voru svo vesældarlegir að ég gekk út frá því­ sem ví­su að þeir væru miðstéttargrí­sir úr Grafarvoginum í­ sí­ðbúnum skátafí­lí­ng. Sí­ðar kom í­ ljós að þeir voru úr Þorlákshöfn og komnir vestur „til að sleppa úr slorinu og ná sér í­ stelpur“. – Eitthvað segir mér að þeir hafi orðið fyrir vonbrigðum…

Á Gufuskálum kom skyldustopp til að skoða fiskbyrgi og svala þannig hinni óskiljanlegu grjóthleðslufí­kn Steinunnar. Þessi áfergja í­ að skoða grjót sem staflað hefur verið upp er afar sérstök og núna vill stelpan ólm halda til írlands að skoða meira grjót eftir að Guðrún og Elvar lánuðu henni bók um málið í­ gær. – Ætli við látum ekki duga svona fyrsta kastið að skoða fjárréttina miklu á Vatnsleysuströndinni.

* * *

Á Fréttablaðinu í­ dag er fjallað um þá frábæru Færeysku hljómsveit Clickhaze. Allir góðir menn ættu að kaupa sér þann disk. Hann er afbragð eins og annað sem færeyskt er.

* * *

Fótboltinn er farinn af stað í­ Evrópu, sem er lí­klega eins gott því­ Framarar eru á hraðferð niður um deild eftir afleitan leik gegn Fylki í­ gær.

Á Englandi tapaði Luton 2:3 á heimavelli og voru ví­st hrikalega vondir. Ég vona að það verði ekki ströggl í­ deildinni í­ ár, við megum alls ekki við því­.

Fyrir norðan landamærin tókst Hearts hins vegar að vinna Hibs 5:1 í­ nágrannaslagnum. Mikið vildi ég hafa verið á bar í­ grennd við völlinn eftir þann sigur… Það var ví­st gamli Luton-maðurinn sá franski Valois sem var allt í­ öllu á miðjunni í­ leiknum. Hearts í­ Evrópukeppnina, ekkert minna!