Á vormisseri kenndum ég ásamt Sverri Jakobs og Þorsteini Vilhjálmssyni námskeiðið: Þættir úr sögu og heimspeki vísindanna. Aðdragandi þess að við tækjum að okkur kennsluna var stuttur. Það var nánar tiltekið á aðfangadag að gegnið var frá því.
Þessi stutti undirbúningstími setti augljóslega svip á kennsluna hjá okkur, en ég held að útkoman hafi verið fín að lokum.
Við Sverrir kenndum saman í öllum okkar tímum og skemmtum okkur þrælvel. Fljótlega komumst við á þá skoðun að við vildum spreyta okkur aftur á námskeiðinu og vinna áfram með efnið sem við höfum nú undirbúið.
Nú er útlit fyrir að það gangi eftir.
En auðvitað viljum við fá sem flesta nemendur í kúrsinn – og ekki væri verra ef þeir kæmu úr ólíkum áttum.
Námskeiðið hefur verið kennt seint á mánudögum og miðvikudögum (byrjar kl. 16). Hægt er að taka það til 3ja eininga en hugvísindanemarnir (sem nenna sjaldnast að opna bók fyrir minna en fimm einingar) geta tekið það til 5 eininga.
Persónulega botna ég ekki í því hvers vegna svona fáir sagnfræðinemar taka námskeiðið, en þetta kæmi ekki síður að gagni fyrir heimspekinema og fólk úr mannfræði, félagsfræði eða kynjafræði – fyrir utan auðvitað alla raunvísindanemana sem hafa gott af því að fá annan vinkil á fagið sitt.
Nú geri ég ráð fyrir að háskólanemar séu búnir að skrá sig í kúrsa fyrir næsta ár, en þeirri skráningu má alltaf breyta.
Mætið eða verið ferhyrnd.
# # # # # # # # # # # # #
Framarar töpuðu fyrir góðu FH-liði í kvöld. Mínir menn stóðu sig samt með sóma.