8 karlar

Þegar Live-Aid var á sí­num tí­ma var ég í­ útileigu með fjölskyldunni í­ Þórsmörk. Ég man það vegna þess að mér fannst ég vera að missa af stórviðburði og botnaði ekkert í­ foreldrunum að fara úr bænum á slí­kri stundu. Eflaust hefði ég horft á alla dagskránna.

Sleppti nær algjörlega tónleikunum í­ dag og var þó í­ seilingarfjarlægð við sjónvarpstæki mestallan daginn.

Gekk framhjá sjónvarpinu þegar The Who voru að spila. Gat ekki séð betur en að undir rokkinu væri varpað upp ljósmyndum að leiðtogunum átta sem eru að funda í­ Edinborg.

Enn aumkunarvert! Rokkstjörnur skrifa undir bænaskjal til pólití­kusanna – ekki ósvipað bænaskránum sem Íslendingar sendu kónginum í­ gamla daga. Lí­til reisn yfir þessu.

# # # # # # # # # # # # #

Fyrir margt löngu greip ég með mér dvd-diskinn af Prizzi´s Honor í­ einhverjum súpermarkaðnum, þar sem hann bauðst fyrir slikk. Hafði aldrei séð myndina.

Á gær horfðum við Steinunn loksins á hana. Fí­nasta mynd og endirinn kom á óvart.

Skil samt aumingja ítalina í­ Bandarí­kjunum sem eru orðnir langþreyttir á að vera alltaf gerðir að mafí­ósum í­ Hollywood-myndum.

# # # # # # # # # # # # #

Á morgun skoðaði ég viðbygginguna við Framheimilið sem nú er í­ smí­ðum. Hún virðist vera eitt af þessum skringilegu húsum sem eru stærri að innan en að utan.