Auglýsingarnar frá íhaldinu

Fór með Ólí­nu í­ gönguferð í­ hádeginu, þar sem leiðin lá meðal annars í­ höfuðstöðvar VíS – ví­gi Finns Ingólfssonar. Þá fór ég að rifja upp auglýsingarnar frá í­haldinu fyrir brogarstjórnarkosningarnar 1994.

Framsóknarflokkurinn var þar í­ veigamiklu hlutverki. Ein auglýsingin var með fýlulega mynd af Sigrúnu Magnúsdóttur og tilvitnun í­ hana nokkrum mánuðum fyrr, þar sem hún sagði að það yrði ekkert sameiginlegt framboð í­ Reykjaví­k. Skildi aldrei hvaða rosalegu pólití­sku tí­ðindi ættu að felast í­ þessu.

Önnur auglýsing sýndi hóp skuggalegs, grí­muklædds fólks. Yfir henni stóð: Bak við hvaða grí­mu er Alfreð Þorsteinsson? – Boðskapurinn var skýr: þú getur kosið þennan „Reykjaví­kurlista“ en situr þá uppi með don Alfredó.

Enn kostulegri var þó auglýsingin sem sýndi luralegan, ljóshærðan mann í­ grænum jakkafötum – sem sagði eitthvað á þá leið að margir Framsóknarmenn kysu í­haldið í­ borginni. Þessi auglýsing olli mesta titringnum vegna þess að luralegi maðurinn var ekki ólí­kur Finni Ingólfssyni í­ sjón. Með þessu töldu Framsóknarmenn að verið væri að plata gamalt fólk með því­ að gefa í­ skyn að varaformaðurinn ætlaði að kjósa írna Sigfússon.

Eftir á að hyggja er tvennt sem er sérstaklega fyndið við þetta:

i) að varaformaður Framsóknarflokksins hafi verið svo litlaus þingmaður, að hætta var á að menn tækju feil á honum og hvaða ljóshærða manni í­ grænum jakkafötum sem er.

ii) að menn hafi virkilega talið að Framsóknarmenn myndu þúsundum saman kjósa Sjálfstæðisflokkinn – vegna þess að Finnur gerði það…

Kosningabaráttan 1994 er sú safarí­kasta sem ég hef komið nálægt. Meira að segja „Á guðs bænum ekki“-auglýsingarnar frá 1996 blikna í­ samanburði við taugaveiklunina hjá í­haldinu þá.

– En hvað var ég að gera í­ VíS í­ hádeginu? Jú, ég var að hækka innbústrygginguna mí­na um nálega helming. Eftir að hafa lent í­ brunanum um daginn fór ég að skoða tryggingarmálin betur og komst að því­ að við eigum meira en ætla mætti. Mér skilst að flest innbú á landinu séu alltof lágt metin og þá situr fólk í­ súpunni ef illa fer. Hvet lesendur þessarar sí­ðu til að skoða þessi mál hjá sér. Hækkið trygginguna – ef ekki fyrir sjálf ykkur, þá fyrir Finn Ingólfsson!