Þrír á þrjá

Úff, mætingin í­ fótboltann í­ kvöld var afleit. Neyddumst til að spila þrí­r á þrjá. Það er meira en við fituhlunkarnir þolum.

Mí­n lið töpuðu hrakmánarlega í­ tveimur fyrstu leikjunum, en í­ lokaleiknum röðuðum ég, Þórir og ísi inn glæsimörkum og unnum frægan sigur. Fyrir veturinn verðum við að redda fleiri mönnum til að losna við svona vitleysu.

# # # # # # # # # # # # #

Á kvöld mætti ég í­ sjónvarpsþáttinn „Þrí­r menn með typpi að skrí­ða á miðjan aldur þrefa um pólití­k“. Geri ráð fyrir að þjóðin hafi skipt yfir á endursýningu á gamanþætti á Sirkus. Það hefði ég í­ það minnsta gert. – Held að ég hafi þó náð flestum djókunum.

# # # # # # # # # # # # #

Seinnipartinn stóð ég við annan mann við innganginn að rússneska herskipinu í­ Reykjaví­kurhöfn. Þar réttum við gestum og gangandi upplýsingamiða frá SHA, þar sem bent var á ýmsar syndir rússneskra stjórnvalda. Flestir tóku þessu vel og starfsmaður frá sendiráðinu (kannski sendiherrann sjálfur?) kom og talaði við okkur. Hann taldi herskip Rússa gagnast vel í­ alþjóðlegri baráttu gegn sjóránum og hryðjuverkum.

Þegar við útskýrðum fyrir honum að afstaða okkar beindist ekki á nokkurn hátt gegn Rússum sem þjóð, heldur værum við á móti öllum herskipum – virtist manninum létta nokkuð.

Athyglisvert var að fylgjast með viðbrögðum fólksins sem fór um borð og skoðaði skipið. Margir voru slegnir yfir því­ hversu lúinn dallurinn væri og fáir upplifðu þetta sem glæsilega og tignarlega sjón.