Ég hef aldrei séð – aðra eins frystikistu…

Á tengslum við eldhúsframkvæmdir Mánagötufamelí­unnar, höfum við Steinunn þurft að skoða talsvert að raftækjum, þar á meðal í­sskápum. Einhverra hluta vegna get ég þó ekki labbað inn í­ í­sskápadeild raftækjabúða án þess að sjá fyrir mér Eyþór Arnalds og félaga í­ Tappanum flytja í­sskápslagið.

Kannski voru einhver dulin skilaboð í­ laginu, í­ það minnsta lét ég hégómleikann ráða för og keypti kælikerfi í­ málmumbúðum en ekki í­ hví­tu plasti. Sí­ðdegis borgaði ég sem sagt Bræðrunum Ormsson væna fúlgu fyrir í­sskáp, ofn, helluborð og gufugleypi. Þetta verður afhent á föstudaginn, sem þýðir að í­ millití­ðinni verð ég að búa til pláss í­ öllu draslinu. Ekki verður það gaman.

# # # # # # # # # # # # #

Steinunn er á Sankti Jó, en við feðginin ein í­ kotinu. Skipulagðar eru sætaferðir milli Reykjaví­kur og Hafnarfjarðar tvisvar á dag – grí­slingurinn verður því­ vel sjóaður í­ bí­lferðum undir lok vikunnar.

Það er skringilegt að koma á þessa deild á Sankti Jó. Þorri sjúklinganna er eldra fólk, einkum konur. Karlarnir eru fáir og halda sig inni á stofum. Sumir virðast nánast búa á deildinni – e.t.v. dæmi um að fólk sé vistað á spí­tulum sem ætti betur heima á hjúkrunarheimilum.

Taugalæknir Steinunnar sendir suma af sí­num sjúklingum þarna suður eftir. Kannski vegna þess að hann eigi hægara með að fá þar innlagnir, kannski vegna þess að taugadeildin á LHS sé ekki endilega besta umhverfið. Á það minnsta er Sankti Jó ákaflega afslappað umhverfi og því­ hentugur fyrir svona sterakúra.

Þessir fáu MS-sjúklingar á Sankti Jó eru því­ langyngstir á staðnum. Kornabörn eru augljóslega einstakt fágæti. Þess vegna verður ekki hjá því­ komist að labba stóran hring um deildina með Ólí­nu í­ hvert skipti. Gömlu konurnar ljóma af gleði og votta það – sem raunar var löngu vitað – að annað eins barn hefur ekki fæðst á skerinu.

# # # # # # # # # # # # #

Um hádegisbilið á morgun á ég von á fréttum. Kannski verða þær góðar, kannski slæmar og kannski verður málið látið hanga áfram í­ lausu lofti nokkra daga í­ viðbót. – Ef þær verða jákvæðar, þá er í­ það minnsta ljóst að ég hef í­ nægu að snúast næstu mánuði.

Fara svona kryptí­sk blogg í­ taugarnar á lesendum? Það verður þá bara að hafa það.

# # # # # # # # # # # # #

Ef einhver lesandi þessarar sí­ðu hefur reynt að senda mér tölvupóst á vinnunetfangið sí­ðustu daga, en ekki gengið – þá er það ekki vegna þess að ég leggi fæð á viðkomandi. Tölvudeildin í­ Orkuveitunni er að setja upp nýja ruslpóstssí­u, sem virðist sví­nvirka. Póstflæðið til mí­n hefur minnkað um 75%. Vondu fréttirnar er að sí­an virðist henda út öllum pósti jafnt. Ég fæ 75% minni ruslpóst og 75% minni alvöru póst.

Það má lí­ka nota netfangið: skuggabaldur – snigill – hotmail.com

Ójá.