Prinsipin fjúka

Einu sinni hafði ég þá vinnureglu að eiga ekki bí­l sem kostaði meira en svona góð mánaðarlaun. Nú er hún fallin.

Skrifaði í­ gær undir pappí­ra sem gera okkur Steinunni að eigendum bláu Súkkunnar hans pabba. Hún leysir þar með gamla Volvoinn af hólmi. Hans verður lengi saknað. Með haustinu þurfum við svo að skipta út Dæhatsjú-dósinni hennar Steinnunar, áður en hún ryðgar í­ sundur. Hefur komið fram að ég veit fátt leiðinlegra en bí­lareddingar?

# # # # # # # # # # # # #

Rafvirkinn hefur verið að störfum á Mánagötu og er langt kominn með verkið. Við feðgarnir notuðum tækifærið úr því­ að allt var hvort sem er í­ drasli og fjarlægðum dyraumbúnaðinn inn í­ eldhúsið. Þetta gekk ekki átakalaust – áður fyrr voru hlutir byggðir til að endast. Merkilegast er þó sá aragrúi af nöglum sem notaðir voru til verksins og þar eingum fí­rtommu-saum, heldur stórum helv. drjólum.

Framkvæmdahugurinn í­ okkur er greinilega farinn að smitast til annarra í­búa hússins. Hjónin á efri hæðinni – eða öllu heldur barnabarn þeirra – er að breyta bí­lskúrnum við húsið í­ í­búð. Á þessum bí­lskúr bjó um miðja sí­ðustu öld fimm manna fjölskylda í­ rými sem varla þætti í­ dag boðlegt fyrir par.

Breytingarnar sem hafa orðið í­ húsnæðismálum í­ Reykjaví­k eru ótrúlegar. Þessar breytingar voru barðar í­ gegn með samtakamætti verkalýðshreyfingarinnar. Aldrei skal þó vera skortur á fávitum sem reyna að halda því­ fram að verkalýðshreyfingin hafi aldrei skilað fólki neinu og að enginn hafi bætt kjör láglaunafólks annar en Jóhannes í­ Bónus.

# # # # # # # # # # # # # #

ígætis úttekt í­ Fréttablaðinu í­ dag á erlendum knattspyrnumönnum í­ boltanum hér heima. Þar reynist meirihlutinn undir meðallagi miðað við heimamenn.

Fram hefur notað fjóra útlendinga sumar. Hans, sem reynst hefur mjög mikilvægur leikmaður. Kim, sem hefur verið í­ sí­felldum meiðslum en hefði verið öflug viðbót ef hann hefði haldist heill. Ross sem er miðlungsmaður og bætir ekki miklu við leik liðsins. Og loks Danann Bo sem virðist hafa verið kötturinn í­ sekknum.

# # # # # # # # # # # # #

Ísland og Tuvalu hafa tekið upp stjórnmálasamband. Það gleður Múrinn, sem skrifað hefur ófáar greinar um Tuvalu. Bendi á eina eftir mig, aðra eftir Sverri og þriðju eftir írmann.

Þá kom Tuvalu talsvert við sögu í­ grein eftir mig um fána heimsins.

Múrinn gat verið mjög nördalegur á góðum degi.