Það er nú nánast krúttlegt að lesa æsifréttir á borð við þessa af Vísi:
Skemmdarvarga leitað á Selfossi
Vegfarandi á Selfossi tilkynnti um eld í blaðabunka við aðalinngang Fjölbrautaskóla Suðurlands um miðnætti á sunnudagskvöld. Lögregla segir að fundist hafi eldspýta í blaðabunkanum og telur að kveikt hafi verið í. Tjón var óverulegt en vegna hitans kom sprunga í eina rúðu.
– Bíð spenntur eftir niðurstöðum rannsóknardeildarinnar. Kannski finnst DNA úr þrjótunum á eldspýtunni?
# # # # # # # # # # # # # #
Orkuveitan gerði sitt besta til að láta mig sofa frameftir í morgun. Upp úr miðnætti var nefnilega skipt út spenni í spennistöðinni í götunni og rafmagnið tekið af (og útvarpsvekjarinn fokkaðist upp). Minnist þess ekki að hafa séð neina orðsendingu um þessa yfirvofandi framkvæmd, en það er svo sem meira en líklegt að hún hafi farið í tunnuna með öllum ruslpóstinum. Ekki vissi ég að svona verk væru unnin að næturlagi. Það er hörkugóð þjónusta.
Og úr því að ég er að velta fyrir mér framkvæmdum Orkuveitunnar…
Á gær fór ég um framkvæmdasvæðið á Laugaveginum neðan Snorrabrautar þar sem búið er að grafa allt í sundur. Lokun umferðarinnar á þessum stað er meiriháttar mál. Þetta er stórskaðlegt fyrir verslunareigendur og veldur töluverðum töfum á umferð. Á ljósi þessa, skil ég ekki hvers vegna menn nota ekki tækifærið og koma fyrir manngengum lagnastokkum undir götum sem þessum. Með slíkum stokki mætti snarfækka þeim tilfellum þar sem raska þarf umferð með uppgreftri. Svo er líka bara svalt að hafa gangakerfi undir borginni.
Hvernig er þessu t.d. háttað með nýju Hringbrautina? Eru stokkar undir henni, eða mun þurfa að grafa hana margoft upp og loka umferð þegar uppbygging hefst á svæðinu þar fyrir sunnan? Spyr sá sem ekki veit.