Vestur-Íslendingur?

Um helgina voru fjölmennar aðgerðir andstæðinga íraksstrí­ðsins í­ Washington. Sannar það nokkuð þótt 200 þúsund hafi mótmælt – kynni einhver að spyrja – hvað með þá sem heima sátu, er ekki hinn þögli meirihluti hlynntur strí­ðinu og situr því­ heima?

Hugmyndin um að þeir sem ekki taki þátt í­ andófi hljóti að tilheyra þöglum meirihluta sem sé á öndverðri skoðun, er auðveld og þægileg leið til að loka augunum fyrir mótmælum af öllu tagi. Stundum gerist það hins vegar að menn trúa eigin áróðri og hyggjast móbilisera þennan þögla meirihluta. Þá getur niðurstaðan orðið áhugaverð.

Um helgina ákváðu stuðningsmenn strí­ðsins í­ írak að sýna klærnar. Þeir boðuðu til aðgerða þar sem lýst var stuðningi við strí­ðið og mótmælafundi gegn mótmælendum. Aðstandendur viðurkenndu reyndar frá upphafi að aðgerðir þeirra yrðu ekki jafn fjölmennar og strí­ðsandstæðinga – en töldu þó að 10 til 20 þúsund manns myndu mæta.

Raunin varð önnur… EIns og lesa má um hér og sjá á myndrænan hátt hér floppuðu aðgerðirnar illilega. Tólf manns í­ Washington mættu á fund strí­ðssinna – sem þó hafði verið kynntur í­ mörgum stórum fjölmiðlum í­ tengslum við umfjöllun um aðgerðir friðarsinna. – Pí­nlegt…

En það var í­ raun ekki mætingin sem vakti athygli mí­na á þessum fréttum, heldur nafnið á helsta forsvarsmanni þeirra. Sá heitir Kristinn Taylor. Hlýtur Kristinn ekki að vera af í­slensku bergi brotinn? Á það minnsta fæ ég nær einungis í­slenskar sí­ður upp þegar ég gúgglaði nafninu.

Kristinn Taylor er að mér sýnist varaformaður þessara samtaka, sem einkum virðast beina spjótum sí­num að Sindy Sheehan (mömmunni sem mótmælir Bush og strí­ðinu) en hins vegar samsæri homma og lesbí­a í­ Bandarí­kjunum.

Er Kristinn Taylor Íslendingur sem búinn er að meika það í­ útlandinu? Er hann næsti Bjarni geimfari?