Símtalið… Eftir vinnu í gær

Sí­mtalið…

Eftir vinnu í­ gær náði ég í­ Steinunni upp í­ Háskóla, enda búinn að taka bí­linn hennar traustataki þangað til mí­n eigin bí­lamál skýrast. Það var ekki sjón að sjá stelpugreyið, þar sem hún er að drepast úr kvefi og kúguppgefin eftir að afgreiða háskólanema um lykilorð í­ tölvukerfið allan daginn. Það var sem sagt engin stemning fyrir flókinni matargerðarlist. Meira að segja ekki hinum magnaða sérrétti mí­num: medisterpylsa steikt á pönnu, kartöflur soðnar í­ potti og étnar ásamt bökuðum baunum. Þess í­ stað pantaði ég e-ð frá Indókí­na.

Á leiðinni eftir matnum droppaði ég við í­ erlendu bókadeildinni í­ Mál og menningu og spurðu hvort nýjasta Irving Welch-bókin væri fáanleg. Afgreiðslukonan sló þessu saman við John Irving (sem er raunar góður lí­ka) og ætlaði að selja mér The Fourth Hand (sem ég á raunar eftir að lesa). Mér tókst þó að útskýra muninn á þessum höfundum og að ég væri að leita að bók sem héti „Porno“ og væri framhald af Trainspotting. Eftir smá leit í­ tölvunni sá konan að búið væri að panta bókina, en hún væri ekki komin. Hvatti mig til að hringja eftir tvær vikur.

Þessu næst vappaði ég yfir götuna og náði í­ kí­namatinn. Það stóð hins vegar á endum, að í­ sömu andrá og ég var búinn að setja matinn á borðið heima á Hringbraut og stinga upp í­ mig fyrsta bitanum hringdi Guðjón Magnússon, yfirmaður minn, í­ mig og bað mig um að bruna í­ vinnuna. Dagskrá í­ einhverri sýnisferð hafði riðlast og nú þurfti að fylla upp í­ dagskránna með ferð um Minjasafnið. Fokk.

Brunaði inn eftir í­ hendingskasti. Á ljós kom að Björn Bjarnason var í­ hópnum, en það eru bara nokkrir dagar sí­ðan ég jós hann skömmum á Múrnum og uppskar skammir á heimasí­ðunnu hans. Þetta var því­ fremur pí­nleg uppákoma og lengi framan af forðumst við Björn að horfa hvor á annan. Það skánaði þó aðeins er á leið. – Eftir stendur að maturinn var orðinn kaldur þegar heim var komið, auk þess sem fréttirnar voru búnar og hinir omurlegu þættir um Indiana Jones teknir við. – Urgh!