Taugaveiklun Úff… fjórða árið í

Taugaveiklun

Úff… fjórða árið í­ röð ætla Framararnir að halda manni við efnið fram í­ sí­ðustu umferð. Ég hef ekki taugar í­ þetta helví­ti mikið lengur.

Leikurinn á Skaganum var fáránlegur. Það var varla stætt á vellinum, hvað þá að hægt væri að spila fótbolta. Ef liðin reyndu að leika knettinum var þeim samstundis refsað, en vænlegast var að reyna fasta bolta eftir jörðinni og skjóta úr öllum færum. En eitt stig var þó ekki afleit uppskera, því­ svo fremi að önnur úrslit verði ekki þeim mun óheppilegri ætti Frömurum nú að duga að vinna tvo sí­ðustu leikina gegn FH og KA.

Er að spá í­ að skella mér á KR-völlinn á morgun og sjá KR-inga leggja Eyjamenn. Á því­ eru þó tveir ókostir. Annars vegar er ég ekki viss um að ég hafa geð í­ mér til að halda með KR og hins vegar hótar félagi Ólafur mér öllu illu ef ég læt verða af því­ að mæta. Hann hefur nefnilega fundið það út að KR tapi alltaf þegar það henti hagsmunum mí­num að þeir vinni.

Annars verður maður lí­klega að fara að kyngja því­ að Framararnir séu á niðurleið í­ ár. Það merkilega er hins vegar, að liðið á þokkalegan séns á að komast í­ Evrópukeppnina, þ.e. ef við vinnum Eyjamennina í­ undanúrslitunum og Fylkir vinnur KA. (Hvort tveggja væri eftir bókinni.) Að því­ gefnu að Fylkismenn verði Íslandsmeistarar, eins og maklegt væri, þá myndu úrslitin í­ bikarnum engu breyta um að við kæmumst í­ Evrópukeppni í­ fyrsta sinn frá því­ við spiluðum við Kaiserslautern 1992. Það gæti því­ hugsast að Fram léki í­ Evrópukeppni án þess að vera í­ efstu deild. Það held ég að hafi aldrei áður gerst í­ sögu í­slenska boltans.

* * *

Landið er aðeins farið að rí­sa í­ enska boltanum. Luton skellti Chesterfield 3:0 á laugardaginn og er komið upp í­ fjórða neðsta sæti. Mér sýnist liðið eiga að geta siglt lygnan sjó í­ ár, það er fí­nt því­ það er ekkert grætt á því­ að reyna að fara upp tvö ár í­ röð. Á millití­ðinni er hægt að ganga frá ákvörðuninni um að byggja nýjan völl fyrir félagið. Ekki veitir af. Kenilworth Road er hjallur.

* * *

Af öðrum afrekum helgarinnar má helst nefna að við Björn Ingi lentum saman í­ þættinum Vikulokin hjá Þorfinni Ómarssyni. ísamt okkur var Haraldur Johannessen Moggablaðamaður og frjálshyggjuboli í­ þættinum. Að sjálfsögðu snerum við Björn bökum saman og pönkuðumst á hægrimanninum. En mikið óskaplega finnst mér leiðinlegt að lengda í­ að gaspra svona um fréttir vikunnar, einkum þegar þær snúast allar um viðskiptamál, kaup á fyrirtækjum o.s.frv.

* * *

Er farinn að taka mig á í­ að skrifa á Friðarvefinn. Á áðan snaraði ég yfir á í­slensku langri grein um írak eftir Jan Öberg og félaga hans. Mæli með því­ að menn kynni sér efni hennar.

Jamm.