Á öllum fréttatímum sem ég hef heyrt í dag, hefur nafn starfsmannaleigunnar Tveir-bé borið á góma. Nema hjá Stöð 2 í kvöld, þar ræddi Ingólfur Bjarni um Two-bee. Hver ætli sé að misskilja?
# # # # # # # # # # # # #
Á morgun verð ég fundarstjóri á fyrirlestri Þórunnar Guðmundsdóttur í Þjóðminjasafni kl. 12:10. Hann heitir: Hverjir nutu ekki góðs af framförum á átjándu öld?
Á lýsingu á efni hans segir:
Er eða var það hagur einhverra að halda þekkingu frá þeim sem gátu nýtt hana til framfara fyrir almenning? Hvaða skilyrði þurftu eða þurfa að vera fyrir hendi í samfélaginu til að þekking leiði til framfara fyrir alla? Fyrirlesari leitar svara við þessum spurningum með hliðsjón af framförum og aukinni þekkingu á sviði heilbrigðismála á átjándu öld. Einkum verður staða ljósmæðra í landinu tekin til skoðunar.
Þangað mæta allir góðir menn.
# # # # # # # # # # # # #
Fjórir ættliðir mættu í kvennagönguna í dag: Steinunn, tengdó og Ólína yngri og eldri. Sú yngsta lét ekki bjóða sér að liggja í vagninum sínum. Hún krafðist þess að fá að sitja uppi og fylgjast með fólkinu. Svona eiga efnilegir mótmælendur að vera!
# # # # # # # # # # # # #
Rétt svar er komið fram við skrípógetrauninni. Tímavillti prófessorinn og Á klandri hjá kúrekum eru báðar númeraðar 21 í seríunni.
En talandi um teiknimyndasögur – nú eru reglulega birtar auglýsingar um bókamarkað Fjölva sem er víst í Skútuvoginum. Hefur einhver skoðað þennan markað? Er þar að finna einhverjar teiknimyndasögur – og þá er ég að tala um e-ð bitastæðara en draslið sem finna má á bókamarkaðnum í Perlunni.