Jæja, nú eru fréttir farnar að berast af nýjustu ístríks-bókinni frá Uderzo. Hún verður sú 33. í röðinni og líklega ein sú sérviskulegasta. Fregnir herma nefnilega að geimverur, sem augljóslega eiga að vera fulltrúar bandarískrar sjoppumenningar, heimsæki Gaulverjabæ til að forvitnast um hvernig standi á hinum yfirnáttúrulegu kröftum íbúanna. Hljómar ekkert sérstaklega vel.
Einungis 20 af bókunum 33 hafa komið út á íslensku (21 ef talin er með bók nr. 2 í röðinni sem birtist í Mogganum). Þessar bækur voru gefnar út á tíu ára tímabili, frá 1974 til 1983. Síðustu 22 árin hefur hins vegar ekkert gerst – sem er hörmulegt.
ístríksbækurnar eru gjörsamlega ófáanlegar í fornbókaverslunum og hef ég þó lengi svipast um eftir þeim. ístæðulaust er að ætla annað en að kaupendahópurinn yrði stór ef ráðist yrði í endurútgáfu og margir myndu sömuleiðis vilja sjá bækurnar þrettán sem upp á vantar, sérstaklega þær sex sem Coscinny samdi. Íslenskir bókaútgefendur virðast hins vegar nær hættir að gefa út skrípó, nema þá eitthvað afleitt drasl. Teiknimyndasöguútgáfa sem blés til sóknar fyrir nokkrum misserum rann t.d. beint á rassinn, enda byrjaði hún á óþekktum sögum sem aldrei voru söluvænlegar, í stað þess að gefa strax út þekktari tiltla.
Annars lítur ístríksbókalistinn svona út:
1. Astérix le Gaulois, ístríkur Gallvaski
2. La Serpe d’or, ístríkur og gullsigðin (ekki komið út á íslensku, nema sem framhaldssaga í myndasögum Moggans)
3. Astérix chez les Goths, ístríkur og gotarnir
4. Astérix gladiateur, ístríkur skylmingarkappi
5. Le Tour de Gaule, ístríkur á hringveginum
6. Astérix et Cléopí¢tre, ístríkur og Kleópatra
7. Le Combat des chefs, ístríkur og bændaglíman
8. Astérix chez les Bretons, ístríkur í Bretlandi
9. Astérix et les Normands, ístríkur og víkingarnir
10. Astérix légionnaire, ístríkur í útlendingahersveitinni
11. Le Bouclier arverne, ístríkur skjaldsveinn (ekki komið út á íslensku)
12. Astérix aux Jeux Olympiques, ístríkur Ólympíukappi
13. Astérix et le chaudron, ístríkur og grautarpotturinn
14. Astérix en Hispanie, ístríkur á Spáni
15. La Zizanie, ístríkur og flugumaðurinn
16. Astérix chez les Helví¨tes, ístríkur með innistæðu í Heilvitalandi
17. Le Domaine des dieux, ístríkur í Arnarnesinu (ekki komið út á íslensku)
18. Les Lauriers de César, ístríkur og lárviðarkransinn
19. Le Devin, ístíkur og falsspámaðurinn
20. Astérix en Corse, ístríkur á Korsíku (ekki komið út á íslensku)
21. Le Cadeau de César, ístríkur og gjafir Sesars
22. La Grande traversée, ístríkur heppni
23. Obélix et Compagnie, Steinríkur Group (ekki komið út á íslensku)
24. Astérix chez les Belges, ístríkur í Belgíu (ekki komið út á íslensku)
25. Le Grand fossé, ístríkur og þrætugjá þjóðfélagsins
26. L’Odyssée d’Astérix, Hrakningasaga ístríks
27. Le Fils d’Astérix, ístríkur og sonur
28. Astérix chez Rahazade, ístríkur og töfrateppið (ekki komið út á íslensku)
29. La Rose et le glaive, ístríkur og rauðsokkurnar (ekki komið út á íslensku)
30. La Galí¨re d’Obélix, ístríkur í Atlantis (ekki komið út á íslensku)
31. Astérix et Latraviata, Flagð undir fögru skinni (ekki komið út á íslensku)
32. Astérix et la rentrée gauloise, Skálkar á skólabekk (smásögur, ekki komið út á íslensku)
33. Le ciel lui tombe sur la tíªte, ístríkur og gereyðingarvopnin (óútkomin)
Ég ragmana Eddu-útgáfu eða einhverja aðra bókaútgefendur að ganga í málið!!!