Hún á ammæl´í dag… Jæja,

Hún á ammælÂ´í­ dag…

Jæja, þá er stelpan loksins hætt að vera grí­slingur og komin í­ hóp fullorðna fólksins. 25 ár, það er ekki slæmur aldur.

Og hvernig er svona áfanga fagnað? Veisla fyrir vinina? Rómantí­skur kvöldverður? Rauðví­n og ostar?

Nei, svo sannarlega ekki! Þrí­r fundir í­ striklotu – tveir pólití­skir og einn í­ MS-félaginu. Sumir kunna að halda upp á tí­mamót!

* * *

Alltaf getur pósturinn verið jafn skemmtilegur og greiðvikinn. Núna hef ég verið áskrifandi af tí­maritinu Technology and Culture í­ þrjú ár og alltaf fengið það sent heim vandræðalaust. Núna ákvað pósturinn hins vegar að rétt væri að senda það upp í­ tollafgreiðsluna uppi á Höfða til að ég þyrfti nú örugglega að skjótast úr vinnunni til að sækja það. Þar fékk ég umslagið afhent athugasemdalaust og án þess að þurfa neitt að borga. Stuð!

En svo horft sé á björtu hliðarnar, þá er ég nú með vænan vöndul af ólesnum tæknisögugreinum. Það er ekki amalegt.

* * *

Porno er sérkennileg bók. Augljóst er að Welsh er fyrst og fremst að byggja á frægð og vinsældum Trainspotting, þannig að tilfinningin sem maður fær við lesturinn er ekki ósvipaður því­ að vera staddur á rí­júní­oni úr menntó. Raunar má þarna einnig finna margar ví­sanir í­ Glue, sí­ðustu bók hans, sem er nokkurs konar brú á milli bókanna tveggja.

Nú hef ég hvorki mikla reynslu af því­ að vera heróí­nfí­kill eða melludólgur, en einhvern veginn finnst mér lýsingarnar á lí­finu í­ dópgrenunum vera trúverðugri en frásagnir úr kynlí­fsiðnaðinum. Aðalkvenpersónan er lí­ka svo fáránlega klisjukennd (a.m.k. þangað sem ég er kominn í­ lestrinum) að stappar við kvenfyrirlitningu. – Ég er bara ekki að kaupa hálfþrí­tuga bókmenntafræðistúdí­nu, með lí­kama súpermódels og þá ástrí­ðu að leika í­ klámmyndum, af því­ að það sé svo mikið stuð.

Breytir því­ ekki að bókin mun rokseljast og það verður gerð eftir henni bí­ómynd…

* * *

Hjalti Snær fær stórt prik fyrir sjálfboðavinnu sí­na í­ þágu Disney-fyrirtækisins. Hann á eftir að ná langt strákurinn.