Nú er ég algjör vitleysingur þegar kemur að efnahagsmálum.
Ef ég vissi eitthvað um efnahagsmál, þá myndi ég kannski skilja hvernig stendur á því að önnur hver auglýsing í sjónvarpi og blöðum er frá peningastofnunum sem bjóða lán – en á sama tíma eigum við að vera klökk af þakklæti í garð sömu stofnanna fyrir að hækka vextina á lánunum okkar, svo við álpumst nú ekki til að fá meiri peninga að láni?
Svona er maður nú vitlaus.