Ákveðinn greinir

Um daginn var Anna Agnarsdóttir kjörinn formaður Sögufélags, fyrst kvenna – hún var ekki kjörin formaður SögufélagsINS, því­ félagið ber nafn sitt án ákveðins greinis.

Andúð Sögufélagsmanna á ákveðnum greini finnst mér skemmtilegt dæmi um sérvisku í­ í­slensku máli.

Um daginn var mér bent á örnefni sem sömu lögmál gilda um. Fí­labeinsströndin eða The Ivory Coast er þjóð sem náð hefur góðum árangri á knattspyrnusviðinu og er komin í­ úrslit HM 2006.

Gallinn er hins vegar sá að ákveðna greininum mun vera ofaukið í­ nafni landsins. Á raun heitir landið „Fí­labeinsströnd“, ekki Fí­labeinsströndin! Óskandi er að ákveðni greinirinn í­ nafni landsins verði aldrei notaðir!