Lesið í sveitinni

Komum sí­ðdegis úr sveitinni eftir tveggja nátta dvöl að Bjargi í­ Miðfirði hjá Ólí­nu eldri og Valda. Á ferðinni skoðaði ég t.d. Hvammstanga almennilega í­ fyrsta sinn. Einhverra hluta vegna hefur Hvammstangi nær algjörlega farið fram hjá mér a ferðum um landið.

Auk þess að kýla vömbina, fór þó mestur tí­mi heimsóknarinnar í­ lestur. Ekki las ég tæknisögudoðrantinn sem ég hafði hugsað mér að klára í­ ferðinni. Þess í­ stað las ég nýju skýrsluna eftir Stefán Ólafsson um örykja á Íslandi, sem nokkuð hefur verið fjallað um í­ fréttum. Þetta er stórmerkileg lesning og niðurstöður hennar ættu að koma á óvart – í­ það minnsta ýmsum þeim sem hafa verið að tjá sig fjálglega um þessi mál upp á sí­ðkastið.

Tryggvi Herbertsson hjá Hagfræðistofnun er t.d. tekinn og rasskelldur í­ skýrslunni. Spurning hvort þeir sem hömpuðu skýrslu hans fyrr á þessu ári muni verða jafnborubrattir ef þeir lesa samantekt Stefáns sem byggð er upp af góðum fræðilegum samanburði á tölum frá ýmsum löndum – en ekki sleggjudómum og almennum staðhæfingum byggðum á almennri tilfinningu eða fordómum.

Stefán ber saman stöðu mála á Íslandi og í­ öðrum OECD-löndum. Á ljós kemur að öryrkjar eru færri á Íslandi en ví­ðast hvar annars staðar, fjölgun þeirra er ekki með öðrum hætti hér en annars staðar – þótt hún eigi sér stað í­við sí­ðar hér á landi en ví­ðast hvar. Ungum öryrkjum er ekki að fjölga sérstaklega hér á landi, þrátt fyrir að Tryggvi Herbertsson hafi staðhæft það og margir aðrir – þar á meðal ráðherra – orðið til að apa það eftir.

Sú fjölgun sem átt hefur sér stað sí­ðustu árin í­ hópi öryrkja skýrist af eftirfarandi meginþáttum:

* Fjölgun þjóðarinnar
* Breyttri aldurssamsetningu, þar sem þjóðin er að eldast
* Aukið atvinnuleysi, en beint samband er milli atvinnuleysisstigs og nýgengi örorku.
* Skráningarlegri breytingu innan kerfisins eftir að læknisfræðilegt mat var látið eitt ráða för, en félagslegum þáttum ýtt til hliðar. Það þýddi að fólki á örorkulí­feyri (75% örorka) fölgaði á kostnað fólks á örorkustyrk (50-65% örorka). íður höfðu t.d. konur sem áttu maka með góðar tekjur verið settar í­ sí­ðari hópinn fremur en þann fyrri á grunni félagslegrar stöðu en ekki læknisfræðilegrar. – Hér er augljóslega um flokkunarfræðilegt mál að ræða, ekki „sjúkdómavæðingu“ eða „örorkufár“, þeir sem kjósa að reikna tilflutninginn á milli þessara flokka inn í­ dæmið til að fá sem svakalegastar tölur um „fjölgun öryrkja“ gera það því­ augljóslega á annarlegum forsendum.

Enn er þó ótalinn fimmta og veigamesta ástæðan:

* Vitundarvakning um geðsjúkdóma.
– Sí­ðustu ár hefur blessunarlega grí­ðarlega mikið breyst í­ samfélaginu varðandi stöðu geðsjúkra. Þótt fordómarnir sem geðsjúkir mæta í­ þjóðfélaginu séu ennþá miklir, hefur margt breyst. Þjóðþekktir einstaklingar hafa komið fram og gengist við þessum kvillum og fleira mætti telja til. Aukinni umræðu, meiri vitneskju og betri greiningartækjum fylgja eðlilega fleiri þekkt dæmi um sjúklinga. Drýgstur hluti aukningarinnar í­ röðum öryrkja sí­ðustu ár skrifast á geðfatlaða. Þar má ætla að um sé að ræða áður leyndan og uppsafnaðan vanda, en ekki stöðugan vöxt sem halda muni áfram um ókomin ár.

Þetta er skýrsla sem allir hefðu gott af að lesa.

# # # # # # # # # # # # #

Auk skýrslu Stefáns renndi ég í­ gegnum tvær bækur. Sögu Gúttóslagsins renndi ég hratt í­ gegnum, enda þekkir maður svo sem efnið úr öðrum ritum. Bókin geldur fyrir skort á viðtölum og fyrir að binda sig við dagblöð og málskjöl.

Hins vegar las ég bók Ingva Hrafns Jónssonar, …og þá flaug Hrafninn – sem rituð var strax eftir brottrekstur hans frá Sjónvarpinu. Klassí­sk karlagrobbsbók, þar sem sögumaður er hetjan en allir aðrir fí­fl og asnar. Bókin hefur samt nostalgí­skt gildi. Hver man t.d. ekki eftir hringlinu með fréttatí­ma Sjónvarps?

# # # # # # # # # # # # #

Luton tekur á móti Liverpool í­ 3ju umferð enska bikarsins 6ta eða 7da janúar. Treysti á að Sýn sjónvarpi leiknum, það yrði þá fyrsti Luton-leikur í­ beinni útsendingu í­slenskrar sjónvarpsstöðvar í­ meira en þrettán ár.