Jóladagatalið

Jóladagatal Sjónvarpsins er með sérviskulegra lagi. Enn sem komið er bendir fátt til að það sé neitt plott í­ gangi – bara persónusköpun. Aðalpersónurnar (einu persónurnar?) eru bara tvær: smámæltur og gormæltur krókódí­ll annars vegar, en Rabbi rotta – geðveikisleg rotta sem augljóslega er byggð á Adolf Hitler hins vegar.

Nákvæmlega hvernig umsjónarmönnunum tókst að selja yfirmanni dagskrárdeildar þá hugmynd að samræður skriðdýrs með talgalla og nagdýrs með Napóleonskomplex væri málið – er mér hulin ráðgáta.