Á eftirminnilegum sketsum þeirra Radíus-bræðra sagði frá manninum sem vildi vera „til útvarps“ og laug því upp á sig ýmis konar sérfræðiþekkingu. Á morgun var ég „til sjónvarps“, en vona að ég hafi ekki logið of miklu.
Var sem sagt í Íslandi í býtið að kynna Spark-spilið. ítti raunar að vera í þættinum í gær, en morgunverðarræða Davíðs Oddssonar ruddi bæði mér og Völu Matt af dagskrá. Fyrir vikið vaknaði ég í morgun kl. 6:20 fyrir aðra atlögu.
Ekki vissi ég að Fréttablaðið væri komið inn um lúguna á þessu heimili fyrir kl. hálf sjö. Það er vel að verki staðið.
# # # # # # # # # # # # #
Allir góðir menn mæta í sal Þjóðminjasafnsins í hádeginu þar verður framfarahyggja aldamótaáranna 1900 annars vegar en 2000 hins vegar borin saman. Hannes Ottósson flytur erindið, en ég fundarstýri. Hlakka mikið til að hlusta enda efnið áhugavert. Byrjar kl. 12:10 og lýkur á slaginu 13.
# # # # # # # # # # # # #
FRAM tekur á móti Fylki í fjórðungsúrslitum bikarsins í handboltanum í kvöld. Ætti maður að mæta? Ekki heillar sjónvarpið í það minnsta, úr því að aulabárðarnir á Sýn ákváðu að aðalleikur kvöldsins skyldi vera Chelsea:Liverpool, sem engu skiptir varðandi hvort liðið fer áfram á meðan 3-4 aðrir leikir eru upp á líf og dauða.
Svo eru feministar með aðgerðir við héraðsdóm seinnipartinn. Mér skilst að við herstöðvaandstæðingar leggjum til hljóðkerfið. Rölti kannski niðureftir með stelpuna í vagninum ef hún verður sofandi á þeim tíma.