Hornsteinn klassískrar hagfræði er lögmálið um framboð og eftirspurn.
Það skal hér með afsannað:
Ef lögmálið um framboð og eftirspurn væri gilt, myndi opna súpermarkaður sem ekki otar sælgæti að viðskiptavinum sínum og sem stillir bara upp tímaritum, ljósmyndafilmum og rakvélarblöðum við kassann. Á þessa verslun myndu vitaskuld flykkjast foreldrar sem þurfa að taka börnin sín með í verslunarleiðangra og eru langþreyttir á suði um gotterí.
En er slíkur súpermarkaður starfræktur? Nei. Og þar með er lögmálið um samspil framboðs og eftirspurnar afsannað í eitt skipti fyrir öll.
q.e.d.