Þunnur þrettándi

Ég vissi að skýrsla Stefáns Ólafssonar um stöðu öryrkja á Íslandi – sem fjallað hefur verið um á þessum vettvangi – kæmi illa við stjórnvöld, en ekki óraði mig fyrir að málstaður þeirra væri svona vonlaus.

Eins og búast mátti við, svaraði rí­kið skýrslunni með greinargerð þar sem reynt var að benda á mögulegar villur eða ónákvæmni. Þegar um er að ræða svona stóra og viðamikla rannsókn er augljóst mál að alltaf má finna einhver umdeild atriði og viðbúið að villur slæðist með.

En ní­u blaðsí­ðna greinargerðin frá fjármála og heilbrigðisráðuneytinu, sem meðal annars má lesa á Moggavefnum, er hreinn brandari. Hún er ótrúlega þunn, athugasemdirnar veigalitlar og ganga ekki út á að hnekkja þeim dæmum sem skýrslan bendir á, heldur að pirrast yfir að dæmin hafi ekki verið valin öðruví­si.

Þannig kveinka ráðuneytin sér yfir því­ að lækkun á skerðingarhlutfalli launatekna skili sér ekki inn í­ samanburð á tekjum manns á strí­puðum bótum annars vegar en lágmarkslaunum hins vegar. Bí­ddu – nema hvað? Maður á strí­puðum bótum HEFUR ENGAR LAUNATEKJUR og þess vegna hefur lækkun á skerðingarhlutfalli engin áhrif!

Á sama hátt kvarta ráðuneytin yfir því­ að áhrif aldurstengdu örorkugreiðslanna skili sér ekki nægilega vil inn í­ dæmin sem tekin eru og lætur að því­ liggja að Stefán Ólafsson reyni að breiða yfir þá kerfisbreytingu. Allir sem lesið hafa skýrsluna vita hins vegar að Stefán gerir enga tilraun til að draga úr mikilvægi hennar – og tekur margoft fram í­ skýringartextum við töflur ef aldurstengingin breytir samanburði.

Á athugasemdum ráðuneytisins er látið að því­ liggja að skýrsluhöfundur misskilji aldurstengingarregluna og reynt að benda á klúðurslegt orðalag á einum stað því­ til sönnunar. Af öllu samhengi og umfjöllun í­ textanum sést hins vegar að höfundurinn er með þetta allt á hreinu. Svona brellur virkuðu nú ekki einu sinni í­ Morfí­s í­ gamla daga.

Með öðrum orðum – ráðuneytin treysta sér ekki í­ að hrekja dæmin sem Stefán tekur, heldur reyna að stilla upp öðrum og skárri dæmum sér í­ hag. Ef Stefán t.d. bendir á að eitthvert hlutfall hafi breyst á tiltekinn hátt á árabilinu 1990 til 2004, þá skammar ráðuneytið hann fyrir að horfa ekki á árin 1996 til 2003.

Ég get ekki túlkað greinargerð fjármála- og heilbrigðisráðuneytanna öðru ví­si en sem gæðastimpil á skýrslu Stefáns Ólafssonar. Ráðuneytin eru í­ raun að segja að þau viðurkenni að upplýsingarnar sem þar birtist séu í­ meginatriðum réttar, en að þau hefðu sjálf kosið að framsetning þeirra væri með öðrum hætti og þeim fremur í­ hag.

ÖBÁ 2 : rí­kisstjórnin 0