Fegurðarsamkeppni

Alheimsfegurðardrottningin var í­ Kastljósi áðan. Þegar hún var spurð út í­ gagnrýni á svona keppnir, svaraði hún að í­ raun snerist þetta um miklu meira en útlitið – innri fegurð væri í­ raun aðalatriðið.

Skil ekki alveg punktinn. Hvers vegna ættu andstæðingar fegurðasamkeppna ekki að vera á móti keppni í­ innri fegurð lí­ka?

Annars rakst ég á það um daginn að keppnin Ungfrú Kanada hefði verið lögð niður fyrir um áratug og ekki endurvakin sí­ðan. Það finnst mér merkilegt.

# # # # # # # # # # # # #

Fór í­ Blóðbankann í­ dag ásamt hinum nýbakaða sigurvegara Skrí­póspurningakeppninnar. Uppgötvaði að ég hafði sí­ðast gefið blóð í­ júlí­. Þetta er ví­tavert gáleysi, enda þarf ég að halda vel á spöðunum til að ná stóra markmiðinu: að verða hundraðshöfðingi fyrir fimmtugt!

# # # # # # # # # # # # #

Færsla Kjartans um einkamálaauglýsingar í­ London Review of Books er snilld. Sérstaklega þessi frá ní­hilistanum…