Skata

Sit einn heima í­ kotinu með barnið. Steinunn fór ásamt tengdó og Vigdí­si mágkonu í­ skötuveislu til Guðrúnar og Elvars. Sjálfur ætla ég að fá mér samloku með osti í­ hádegismat. Nokkrir hlutir varðandi skötuát:

* Það er ekkert svalt við að éta skötu á Þorláksmessu og gera mikið mál úr því­

* Það er ekkert svalt við að láta eins og manni finnist skatan ekki nógu kæst og hreykja sér af því­ að koma að vestan, „þar sem menn kunni að búa til almennilega skötu“

* Það er heldur ekkert svalt við að gera mikið úr andúð sinni á skötuáti og segja brandara um skemmdan mat.

* Hins vegar getur verið dálí­tið svalt að éta skötu hvunndags, án þess að gera úr því­ neina seremóní­u

# # # # # # # # # # # # #

Allir góðir menn mæta í­ friðargöngu í­ kvöld. Klukkan 18 í­ Reykjaví­k og ísafirði eða kl. 20 á Akureyri.

Nánari upplýsingar má finna í­ viðtalinu við Steinunni í­ Fréttablaðinu í­ dag.

Jamm.