Meintur

Sum orð hafa þann eiginleika að geta gjörbreytt blæ og merkingu heilla setninga og málsgreina. Orðið meintur er eitt þeirra.

Á fréttunum í­ kvöld flutti minn gamli skólabróðir, Ingólfur Bjarni, frétt af árás Bandarí­kjamanna á þorp í­ Pakistan. Samkvæmt fréttinni féllu átján í­ árásinni, en þær upplýsingar fylgdu að í­ þorpinu hefðu verið bækistöðvar Al-Kaí­da.

Seinna í­ fréttatí­manum var fjallað um leynilegar fangabúðir CIA í­ Evrópu, sem notaðar eru til pyntinga – afsakið, …meintar leynilegar fangabúðir CIA.

Þar sem Bandarí­kjastjórn ýmist þrætir fyrir eða neitar að svara spurningum um pyntingabúðirnar í­ Evrópu, teljast þær meintar í­ í­slenskum fréttatí­mum. En þegar Bandarí­kjamenn sprengja upp í­búa í­ smáþorpi í­ Pakistan, þá er engin ástæða til að slá slí­ka varnagla.

# # # # # # # # # # # # # #

Fyrr í­ kvöld dó þvottavél heimilisins að Mánagötu. Það er því­ ljóst að eftir helgi munum við halda áfram að auka á einkaneysluna í­ samfélaginu og gjaldeyrishallann. Ég er strax kominn með samviskubit. Hvað skyldi Einar Oddur segja?

# # # # # # # # # # # # # #

GB-nördar landsins munu hafa tekið eftir því­ að ég tjáði mig ekkert um fyrstu viðureignir spurningakeppninnar á föstudagskvöldið. ístæðan er sú að ég sat og horfði á Luton tapa naumlega fyrir Úlfunum í­ verulega bragðdaufum leik.

Sá á bloggi eins af keppendunum að spurningarnar hefðu þótt með þyngra móti miðað við fyrstu umferð (eins og sést raunar af stigatölunum – Hvanneyri lauk keppni með 6 stig). Samkvæmt mí­num heimildamönnum voru spurningarnar á mjög klassí­skum nótum, enda ekki við öðru að búast hjá nýjum dómara í­ fyrstu umferð.

Menntaskólinn við Sund átti ekki í­ neinum vandræðum með sinn andstæðing, enda segja kunnáttumenn að MS sé hæglega eitt af 4-5 bestu liðunum í­ ár.

Verslingar voru meira spurningamerki. Mér er sagt að þeir hafi verið afar sannfærandi í­ hraðaspurningum en sí­ðan átt erfitt uppdráttar. Þetta  er raunar gömul saga og ný með Versló-liðin. Þau æfa betur og markvissar en allir aðrir, sem skilar þeim oft frábærum árangri í­ hraða – en svo er eins og dýptina vanti í­ þyngri spurningaflokkunum. Ég hef stundum velt því­ fyrir mér hver útkoman yrði ef hægt væri að sameina það besta frá Versló og MH – iðnina og dugnaðinn frá Versló annars vegar en mannauðinn í­ MH hins vegar. Það yrði rosalegt lið!

Egilsstaðir unnu ví­st Norðfirðinga í­ þriðju keppninni (þótt Textavarpið hafi snúið úrslitunum við). Stigatalan bendir til þess að ME þurfi að vera heppið með drátt til að komast í­ sjónvarp, en ég sé á heimasí­ðu ME að það er stelpa í­ liðinu. Það eitt og sér nægir til að ég óski þeim alls hins besta. Kynjahallinn í­ þessari keppni er að verða henni verulegur fjötur um fót.

# # # # # # # # # # # # # #

Á athugasemdakerfinu eru menn að spyrja út í­ villur sem fundist hafa í­ Spark-spilinu. Auðvitað verð ég að taka á mig ábyrgðina á öllum þeim villum sem slæddust inn í­ alla aðra flokka en þá sem ég er sérstaklega ekki skráður fyrir. Miðað við hversu hratt verkið var unnið held ég þó að villurnar séu lygilega fáar. – Hringingar að næturlagi, til að spyrja út í­ spilið eru afþakkaðar. Það er margt skemmtilegra en ölvað fólk að hringja til að ræða vafaatriði í­ spurningaspili klukkan hálf tvö að nóttu. (Skyldi Dr. Gunni lenda í­ þessu lí­ka?)

# # # # # # # # # # # # # #

Ég er að drepast í­ þumalputtanum eftir að hafa gert skrilljón barmmerki fyrir Ung vinstri græn í­ Reykjaví­k. Það er eins gott að grí­sunum takist að koma þessum merkjum í­ umferð, því­ ég er smeykur um að puttinn verði aldrei samur aftur!