Mjóifjörður

Fyrir tveimur árum fórum við Steinunn um Austurland ásamt mömmu og pabba. Einhver eftirminnilegasti hluti þeirrar ferðar var þegar við sigldum ásamt tengdapabba, Helgu og Magneu til Mjóafjarðar. Þar skoðuðum við meðal annars laxeldiskví­arnar í­ firðinum. Það var glæsileg sjón og útlit fyrir enn frekari uppbyggingu á næstu árum.

Nú er útlit fyrir að draumurinn sé úti. Skýringin er ví­st sambland af óhagstæðu gengi, háu raforkuverði og einhverjum óskilgreindum „ruðningsáhrifum“ – sem þýðir á mannamáli að fyrirtæki sem ekki eru álbræðsla eða þjónustugrein við stóriðjuuppbygginguna fara á hausinn.

# # # # # # # # # # # # #

Luton mætir QPR á eftir. Ég þekki tvo QPR-menn. Það er meira en flestir gera.

Sjálfur fylgist ég ekki með leiknum, hvorki á netinu eða í­ útvarpinu, því­ ég þarf að mæta tí­manlega í­ Friðarhúsið til að undirbúa spurningakeppnina sem þar hefst kl. 16. Allir velkomnir.