Þar sem ég er orðinn liðónýtur í bloggi upp á síðkastið (ef frá eru taldar stöku fótbolta- og GB-færslur), er eins gott að ég reyni að halda uppi færslufjöldanum með því að tengja á athugasemdakerfi á öðrum bloggsíðum þar sem ég er að belgja mig.
Á síðunni hans Gísla er nú rætt um prófkjörið hjá Framsókn og í tengslum við það muninn á hugtökunum „utankjörfundar“ og „utankjörstaðar“. Legg til að síðarnefnda orðskrípinu verði eytt úr málinu hið fyrsta!