Fyndnasta skrítla í heimi Sko,

Fyndnasta skrí­tla í­ heimi

Sko, áður en lengra er haldið vil ég taka það fram að ég legg ekki í­ vana minn að setja skrí­tlur á þessa sí­ðu. Mér finnst skrí­tlur einfaldlega ekki mjög skemmtileg tegund af fyndni. Þær eru leið ófyndna mannsins til að vera sniðugur – lærð rulla sem hver sem er getur farið með. Slöppustu tækifærisræðumennirnir grí­pa til skrí­tla, þeir sem eru virkilega góðir spila inn á salinn. Þeir þurfa ekki handrit.

Nema hvað. Ég ætla samt sem áður að setja hér inn eina skrí­tlu og það ekki hvaða skrí­tlu sem er, heldur fyndnustu skrí­tlu í­ heimi. (Enda væri annað óviðeigandi hjá besta og frægasta bloggara landsins.) Skrí­tlan er á þessa leið:

Tveir veiðimenn eru á gangi í­ skógi þegar annar þeirra hní­gur niður. Augu hans eru stjörf og engin merki um andardrátt. Félagi hans grí­pur strax gemsann sinn og hringir í­ 112. Hann hrópar: „Félagi minn er dauður! Hvað á ég að gera?“ – „Róaðu þig niður félagi“, segir starfsmaður Neyðarlí­nunnar, „Byrjaðu á að ganga úr skugga um að hann sé örugglega dauður.“ Það heyrist þögn í­ sí­manum, svo skothvellur. Veiðimaðurinn kemur aftur í­ sí­mann og segir: „Búinn að því­! Hvað geri ég næst?“

Hmmm… finnst fólki þetta ekki sniðug skrí­tla? Á það minnsta segjast ví­sindamenn hafa sýnt fram á að þetta sé fyndnasti brandari í­ heimi eftir geysimiklar rannsóknir á skopskyni í­búa Jarðarinnar. – Ekki er öll vitleysan eins!

* * *

Gleymdi að svara Kettinum og tæknisöguþraut hans. Hann er að sjálfsögðu að spyrja um tilraunir Karls mikla til að gera skipaskurðinn „Fossa Carolina“ milli ánna Main og Dónár (sem Páll Benediktsson kallar raunar „Danjúb“)…