Vögguvísa

Krúttlegt að landsmenn skuli enn í­ dag geta æst sig svona upp út af söngvakeppni sjónvarpsstöðva. (Hvers vegna halda menn því­ ekki betur til haga að þetta sé keppni sjónvarpsstöðva en ekki landa eða flytjenda – væri ekki fyndið ef Danmarks Radio væri skráð sem sigurvegari í­ metaskrám keppninnar en ekki Olsen-bræður?)

Kristján Hreinsson er búinn að gulltrygga Sylví­u Nótt sigurinn með því­ að sjá til þess að hún sé í­ umræðunni á hverjum einasta degi. Það er bara fí­nt.

Hins vegar rifjar þetta fár upp óljósa minningu um eina fyrstu söngvakeppnina hér heima – lí­klega þá aðra í­ röðinni, 1987. Þá átti Ólafur Haukur Sí­monarson lagið „Vögguví­su“ í­ keppninni (þ.e. gerði textann). Lagið varð mjög vinsælt og stefndi í­ sigur þess í­ forkeppninni. Einhverjir fettu fingur út í­ að lagið væri ekki frumsamið fyrir söngvakeppnina, heldur hefði það verið sungið á sviði hjá Leikfélagi Akureyrar í­ sýningunni „Kötturinn fer sí­nar eigin leiðir“.

Samkvæmt reglum keppninnar mátti þetta raunar. Það var bara hljóðritun og sýning í­ sjónvarpi sem var bönnuð. En þá kom í­ ljós að í­ tí­ufréttatí­ma Sjónvarps hafði verið sagt frá leiksýningunni og spilað úr laginu.

Ólafur Haukur brást illur við og benti á að um heimildarlausan flutning hefði verið að ræða og að Sjónvarpið hefði ekki greitt fyrir sýningarréttinn. Eftir nokkurt stapp varð úr að lagið fékk að keppa – ef ég man rétt. En skaðinn var skeður. Íslendingar voru auðvitað vissir um að sigra í­ Söngvakeppninni og ætluðu sko ekki að láta hanka sig á að brjóta reglurnar og taka sénsinn á að vera sviptir tiltlinum… Lagið átti því­ ekki möguleika í­ kosningunni.

Annars kalla ég eftir því­ að Eirí­kur Knudsson bloggi um söngvakeppnina í­ ár. Menn hljóta að bí­ða eftir áliti hans á málinu, enda mesta Júróvisí­on-nörd á Íslandi undir þrí­tugu.