Botnlangakast?

Mér er búið að vera illt í­ kviðnum í­ tvo daga, nokkurn veginn á þeim stað sem gagnfræðaskólalí­ffræðin kenndi mér að væri heimkynni botnlangans. Þegar við bætast allar læknamyndirnar í­ sjónvarpinu um fólk sem fær rauðagallssýkingar eða hvað þetta nú heitir alltsaman og fer að spýja blóði um leið og spí­talann er komið, er ekki laust við að maður verði dálí­tið smeykur.

Á dag var ég kominn á fremsta hlunn með að panta mér tí­ma hjá lækni. Hið raunverulega áhyggjuefni var þó hvort ég gæti spilað fótbolta í­ kvöld. Þriðjudagsboltinn er nefnilega ein af helgistundum vikunnar.

Ég reyndist leikfær og þarf þá ekki að hugsa um þetta skringilega lí­ffæri næstu vikuna – eða í­ það minnsta ekki óttast að það ræni mig fótboltasparki.

Og þetta reyndist svo sannarlega ekki tí­mi sem ég hefði viljað missa af! Á þau ellefu ár sem þessi hópur (í­ mismunandi myndum þó) hefur spilað saman, hefur það kannski gerst 2-3 að leikir færu 10:0. Það gerðist í­ kvöld. Ég, Torfi, Hrafnkell, Kolbeinn og Freyr vorum saman í­ liði (sagnfróðu vinstri græningjarnir) og steinlágum í­ fyrsta leik, 10:3. Eitthvað var stungið upp á að skipta aftur, en þessara ófara varð að hefna og viðsnúningurinn var algjör.

Á lokaleiknum hringdi bjallan rétt eftir að okkur tókst að jafna 7:7.

Er ég snáðinn í­ snjónum að monta mig af sigri í­ fitubollubolta á bloggsí­ðunni minni? Það getur vel verið – mér er alveg sama.

# # # # # # # # # # # # #

Á dag fékk Minjasafnið gefins háfjallasól. Þar með á safnið þrjá slí­ka gripi, hvern öðrum flottari. Gefandinn uppástendur að hægt sé að stinga tækinu í­ samband og það sví­nvirki. Næst þegar ég finn þörf fyrir að anda að mér ósoni læt ég kannski reyna á það…

Háfjallasólir eru svo skemmtilegar að ég myndi alveg þiggja fleiri.